Leit

Um Myndform
Myndform var stofnað árið 1984 og var þá lítið framleiðslufyrirtæki sem hafði aðeins 4 starfsmenn og ekki nema 15 VHS fjölföldunartæki. Hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og nú rúmum 20 árum síðar hefur fyrirtækið heldur betur stækkað og býr yfir einhverju því fullkomnasta myndvinnsluveri sem fyrirfinnst á öllu landinu. Fyrirtækið hefur breyst frá því að fjölfalda einungis VHS spólur yfir í að vera alhliða framleiðslufyrirtæki sem sér um umbrot, grafíkvinnslu, auglýsingar, framleiðslu DVD/CD/Blu-Ray, klippi- og hljóðvinnslu fyrir viðskiptavini.
 
Myndform hefur einnig haslað sér völl á markaðnum sem einn af þrem stærstu dreifingaraðilum kvikmynda og tölvuleikja á Íslandi.
 
 
 
 

Nýtt í DVD


Einu Sinni Var - Alhe...


Einu Sinni Var - Amer...

Nýtt í Tölvuleikir


assassin's creed unity


assassin's creed rogue